Helvítis kötturinn beit hann og klóraði

Hund skrattinn bar búinn að liggja þarna lengi þegar kötturinn átti leið hjá. Engin leið var að sjá að það stefndi í óefni. Engin ský á himni, engin stjórnarslit framundan og eiginlega ekkert að ske. Engin hneykslismál, ekkert framhjáhald, enginn að stela neinu, engin morð, engar launahækkanir í Seðlabankanum  og eiginlega ekkert fyrr en helvítis kötturinn steig ofaná loppuna á Snata.  Þá hrundi heimurinn. Snati öskraði og öskraði og öskraði og kötturinn lamaðist alveg. Það hafði ekki gerst fyrr og fyrr en vaði var gengið farið að falla. Það var alveg sama hvernig allt var reynt til að koma í veg fyrir gengisfall, vaxtahækkanir og allt þetta klessuverk stjórnmálamannanna með fjárhag landsmanna að allt ætlaði að hrynja og um koll að keyra.  það var ekki fyrr en Byggðastofnun var gerð skuldlaus í gær með einu pennastriki að allt féll í ljúfa löð.

Allt stoppaði, alger þögn og algert hljóð. Kötturinn hætti að anda, hallaði sér í áttina frá Snata og færði síðan aðra löppina nær húsinu í áttina frá Snata. Þannig gat hann smátt og smátt losað sig út úr vandræðunum og slapp fyrir hornið án þess að Snati gæti nokkuð að gert enda var búið að kýla stýrivextina undir bumbuna á aumingja Snata sem gat sig hvergi hreyft frekar en allt efnahagskerfið sem var múlbundið í krónum sem voru frosnar í vítahring stýrivaxta, verðbólgu, verðhjöðnun, gengishafta, gengislækkana, gengishækkana, hlutabréfahækkana, hlutabréfalækkana, milljarðagróða, milljarðatapi og heimsmeti í allskonar bulli sem Snati og kisi botnuðu ekkert í. 

ÉG held að ég verði að fara strax til einhleypu ekkjunnar í efra Breiðholti og láta hana vita strax. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband