Hundleiðinlegt

Vinkona, vinkonu, vinkonu einhleypu konunnar í efra Breiðholti var að fá sér hund og hitti vinkonu sína á kaffihúsi þar sem hundamál bar á góma.

Er hann loðinn elskan? Já, rosalega loðinn, svona um allt og á halanum elskan.  Já, minn er líka loðinn í kringum halann. Ertu búin að fá þér hund? Já, vissirðu það eggi?  Ég fann hann á bak við öskutunnurnar í Seðlabankanum. Ég var að fara í Kolaportið og villtist þá inn undir Seðlabankann og fann minn þar. Hann er loðinn um lófana en var kastað í ruslið þegar hann datt út úr stjórninni þarna.

Já, þeir  létu alla þjóðina halda að þetta hefði verið maður sem var alltaf að hækka laun æðstu manna Seðlabankans en svo kom í ljós að þetta var bara hundur. Hann sagði mér amk að hann hefði alltaf fengið að éta hjá Davíð og líka fengið klapp.  

Já, hundurinn er tryggasti vinur mannsins elskan og maður á bara að hafa hund en ekki einhvern kall. Ég amk vil hafa þetta svona. Annars fékkég minn hund austur í sveit og hann er fínn.

En gott að sjá þig elskan og hittumst fljótt aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband