Ég er búinn að gráta úr mér allt líf og er að deyja úr sökknuði. Ríkisstjórnin mín er að pakka niður og fara. Óborganleg leiðindi úr sögunni. Hvað á maður að gera?

Hvernig á maður að lifa þetta af? Gamla góða ríkisstjórnin farin, engin leiðindi lengur, enginn til að baktala eða þannig sko.

Þeir segja að það séu mikil sóknarfæri í því að gamla stjórnin fari og að við getum þá byrjað að baktala nýju stjórnina enda ætlar hún að leiða erfið deilumál til lykta. Þetta eru meiri leiðindin. 

Hvers vegna geta menn ekki sammálast um að hafa allt leiðinlegt áfram? Hvers vegna nýja stjórn sem segist ætla að vera skemmtilegri en sú gamla? Eyðileggja öll leiðindin?

Þetta gengur ekki. Ég verð að vara allar einhleypar konur í efra Breiðholti við þessari nýju hættu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband